Nýtt hlutverk fyrir íslensku krónuna

Ég er stödd á litlum bar í Schumacher College í Devon í Bretlandi.  Borga með pundum.  Þegar ég fæ til baka get ég valið um að fá "venjuleg" pund til baka eða "Totnes Pound".  Totnes pundið er bara hægt að nota í þessum litla bæ í Devon sem er sannkallað framúrstefnu samfélag. 

Þessi sérprentuðu pund tengjast hreyfingu sem kallast Transition Towns sem eru bæir og samfélög sem búa sig undir framtíðina.  Framtíð þar sem óhjákvæmilega verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar er staðreynd.  Hreyfingin hófst í bænum Kinsale á Írlandi, rataði þaðan til Totnes 2005 / 2006 og fór í kjölfarið að breiðast hratt út um heiminn.  Núna eru "Umbreytingabæir" / Transition Towns í Bretlandi, á Írlandi, í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum, Ítalíu og Chile.   

Kannski í sjálfbærri framtíð á Íslandi gætum við notað íslenskar krónur til að borga fyrir vöru og þjónustu sem er upprunnin á Íslandi.  Hver veit nema íslenska krónan eigi sér framtíð! 

 http://totnes.transitionnetwork.org/

http://en.wikipedia.org/wiki/Transition_Towns

http://transitiontowns.org/


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða íbúar með eða á móti?

Þegar sveitarstjórnir fara að forgangsraða verkefnum upp á nýtt, er spurning hvernig þær munu taka ákvarðanir um hvar á að skera niður.  Verður unnið með íbúum eða verður ákvarðanatakan alfarið í höndum sveitarstjórnanna og jafnvel eingöngu meirihlutanna?  Farsæla leiðin hlýtur að vera sú að vinna þetta krefjandi verkefni með þeim sem munu búa við afleiðingar þeirra ákvarðana sem við blasa.  Það er íbúum.  Og ef þeir eiga ekki kost á að vera með, er viðbúið að þeir verði á móti. 

 

 


mbl.is Vinna að lausnum á vandamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umrótið þarf ekki að koma á óvart - samkvæmt stöðu himintunglanna

Dagbókin mín heitir We´Moon - Gaia Rhythms for Womyn og er uppfull af fróðleik um stöðu og gang himintunglanna og áhrif þeirra á okkur manneskjurnar. 

Yfirlit fyrir árið 2008 byrjar á þessum orðum:

"Það er búið að kveikja eldinn, veröldin er að breytast.  Það er komið að því að við finnum sameiginlegan grundvöll, vinnum saman og vefum alheimsvef, þvert á allar gjár sem skilja okkur að.  Vefa bandamenn inn í lífið okkar, vefa jafnvel þá sem eitt sinn voru á öndverðum meiði við okkur og stóðu hinu megin við einhverja tilvistargjána.  Byggja upp stuðningsvef til að skapa farveg og styðja við þær breytingar sem munu hefjast á þessu ári og ólga næstu fimm árin, meðan staða himintunglanna nær hámarki á svo mörgum sviðum.  Við þurfum á hverju öðru að halda."

Svo mörg voru þau orð.  Læt þetta duga að sinni.


Að endurskapa framtíðina

"Leyfið mér það brjálæði að endurskapa framtíðina.  Sú veröld sem er á hvolfi lætur sig dreyma um að lenda á fótunum. 

Á götunum munu bílar verða fyrir hundum. 

Loftið verður ekki lengur eitrað af úrgangi frá vélum og það verður

Engin önnur mengun en sú sem sprettur af mannlegum ótta og ástríðum. 

Sjónvarpið verður ekki lengur mikilvægasti fjölskyldumeðlimurinn 

Og við umgöngumst það eins og strauborðið eða þvottavélina."

Eduardo Galeano, rithöfundur og sagnfræðingur frá Uruguay og höfundur The Open Veins of Latin America.

 

Þessi tilvitnun um það að endurskapa framtíðina höfðaði til mín á þessum morgni.  Útgangspunkturinn er að vísu aðeins lítið brot af daglegum veruleika okkar, þ.e. vélar.  Ágætt innlegg samt. 


Það eru til aðrar leiðir

Skilaboðin til stjórnvalda eru skýr.  Almenningur vill fá að vera með í umræðunni.  Grasrótin hefur með ótvíræðum hætti komið því á framfæri.  Flest viljum við væntanlega í framhaldinu sjá málefnalega umræðu en ekki hróp og köll, kröfugerð, sókn og vörn.  Til þess þarf að verða til sameiginlegur umræðuvettvangur þar sem stjórnvöld og almenningur mætast.  Nú eiga stjórnvöld tækifæri til að eiga frumkvæði að því að bjóða til innihaldsríkrar samræðu. 

Á næstunni verður haldið námskeið hjá Endurmenntun HÍ um gott verklag þegar efna skal til þátttöku almennings, sjá hér.

 

 


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýnt framtak

Ég fagna þessu framtaki "grasrótarinnar" og vænti þess að á næstu vikum og mánuðum verði efnt til íbúafunda víða um land vegna nýrra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi.  Á mörgum sviðum þjóðfélagsins verða á næstunni teknar ákvarðanir um framtíðarsýn, forgangsröðun verkefna og fjármuna.  Mikilvægt er að almenningur og þeir hagsmunaaðilar sem þessar ákvarðanir hafa áhrif á eigi kost á að taka þátt í þeirri umræðu og að tekið verði tillit til þess sem fólk hefur fram að færa.  Þar þarf að vanda til verka og "Þátttaka almennings" er ákveðið fag sem byggir á vönduðum vinnubrögðum.  Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það frekar geta m.a. kíkt á vefinn http://ildi.is/is/hvad-gerum-vid/samvinna/


mbl.is Boða til opins borgarafundar um stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræða er leiðin

Það er eins og þjóðin öll haldi niðri í sér andanum þessa dagana.  Óvissan er algjör og þau viðmið sem við höfum haft í lífinu til þessa (nema kannski helst elsta kynslóðin) eru hrunin.  Það eru fleiri kerfi en fjármálakerfið sem er í sjokki, sjálf þjóðarsálin er í sjokki. 

Við erum að fara í gegnum stórar breytingar og eitt af því sem staðan og lífið er að krefja okkur um er að tala saman.  Í gegnum samræðuna getum við notið stuðnings, gefið og þegið.  Í gegnum samræðuna getum við leitað nýrra leiða.  Í gegnum samræðuna getum við skapað nýja framtíðarsýn.  Ég hvet alla til að hóa fólki saman til samræðu.  Samræðan er leið okkar mannanna til að hugsa og skapa saman.  Byrja bara á þeim sem næstir eru.  Ekki láta eins og ekkert hafi í skorist. 

Vinnufélagar, stjórnendur og starfsfólk, sveitarstjórnir og íbúar, stofnanir og hagsmunaaðilar.  Það er sama hvort við hugsum það þröngt eða vítt - við komumst ekki áfram án þess að tala saman.  Ég er sannfærð um að nú sé að hefjast nýtt þroskastig lýðræðisins!


Allar ferðir hefjast á einu skrefi

Þá er ísinn brotinn og hér fer í loftið mín fyrsta bloggfærsla.  Aðstæður í íslensku þjóðfélagi ýta mér af stað.  Sumir velja að hætta að blogga á þessum tímum, aðrir kjósa að byrja. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband