30.1.2009 | 11:47
Í nýju lýðveldi á almenningur aðkomu oftar en á 4 ára fresti
Við erum að kveðja þann tíma þegar einu tækifæri almennings til að hafa áhrif á ákvarðanatöku voru á fjögurra ára fresti í kosningum og svo með því að beita sér maður á mann. Gömlu leikreglurnar eru úr sér gengnar og það er erfitt að sjá að breytingarnar geti orðið í aðra átt en þá að gefa almenningi og hagsmunaaðilum oftar tækifæri til aðkomu að ákvarðanatöku en á fjögurra ára fresti.
Til þess þarf að verða til ný hugsun, kunnátta og þekking hjá þeim einstaklingum sem sitja í ríkisstjórn, starfsmönnum í hinu opinbera kerfi, hjá samtökum sem láta sig varða almannaheill og líka í viðskiptalífinu.
Ég hafði starfað við það fag sem kallast "þátttaka almennings" í nokkur ár hér á landi, þegar ég kynntist starfi alþjóðlegra samtaka á þessu sviði, International Association for Public Participation, IAP2, www.iap2.org og fór á námskeið þeirra "Planning for Effective Public Participation". Með þessu námskeiði urðu þátttaskil í því hvernig ég nálgaðist verkefni. Í því verklagi sem þarna er kennt, er lagður traustur grunnur að samræðunni milli stjórnenda og almennings, sem er vandmeðfarin, eins og við höfum séð svo skýrt að undanförnu.
Dagana 18. - 19. febúar næstkomandi verður þetta námskeið kennt í fyrsta sinn hér á landi, hjá Endurmenntun, í samvinnu við fyrirtæki mitt, ILDI, www.ildi.is. Ég sé þörfina og gagnsemina og vona að það sé orðin til opnun til að meðtaka nýjar leiðir.
Það er núverandi forseti IAP2, Stephani Roy McCallum sem kennir á námskeiðinu, en hún kemur frá Kanada, sem stendur framarlega á þessu sviði.
Upplýsingar um námskeiðið er að finna hér:
Nýtt lýðveldi verður ekki til á einni nóttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 13:23
Ekki fyrir viðkvæma
Ég hlýt að vera fremur viðkvæm manneskja. Í það minnsta finnst mér sárt að sjá hvernig orðræðan er á Íslandi um þessar mundir og hvernig stórar ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á fjölda fólks, samfélög og þjóðfélagið allt, án þess að þeir sem hlut eiga að máli fái þar nokkra aðkomu. Ef stendur til að stokka upp leikreglur og verklag, hvenær er þá best að byrja? Hvenær lýkur slökkvistarfi og uppbygging tekur við? Spyr sú er ekki veit. Ég held þó að það sé betra að byrja á umbótunum samhliða slökkvistarfinu.
Nú þekki ég ekki hvernig var að málum staðið af hálfu heilbrigðisráðherra en viðbrögðin frá ýmsum í heilbrigðisgeiranum benda til þess að það hafi ekki verið kallaðir margir að borðinu þegar mörkuð var stefna um niðurskurð og breytingar. Fólkið sem er þarna "úti á örkinni" hefur þekkingu og hugmyndir. Það er ekki hindrun, heldur verðmæti í breytingaferlinu.
Alþjóðleg samtök um "Þátttöku almennings" International Association for Public Participation, IAP2, www.iap2.org, veita á hverju ári viðurkenningar fyrir starf og verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir hafa staðið sig vel í því að virkja hagsmunaaðila og almenning í tengslum við ákvarðanir. Í starfi mínu á þessu sviði sé ég æ oftar stofnanir og fyrirtæki sem byrja kannski á einu verkefni þar sem fólki er boðið að borðinu en í framhaldinu verða svo breytingar á öllu verklagi. Það er vegna þess að stjórnendur og starfsfólk sjá árangur af því að vinna þannig. NB hér er ég að tala um stofnanir og fyrirtæki erlendis.
Ein af viðurkenningum IAP2 á síðasta ári fór til heilbrigðisstofnunar í Kanada, Vancouver Coastal Health. Þar hefur jafnvel gengið svo langt (!) að eiga samráð við notendur, sjúklingana, ásamt starfsfólki og stjórnendum. Síðan þeirra: http://www.vch.ca
Svo að lokum læt ég hér fylgja tengil inn á dásamlega jólakveðju. Fyrirtækið Islingua / Norðan Jökuls, sem er staðsett á Egilsstöðum og í eigu Philip Vogler hefur undanfarin ár fengið listafólk heimafyrir til liðs við sig og gert frábærar jólakveðjur. Hér er sú frá nýliðnum jólum - og boðskapurinn á svo sannarlega við allt árið. Er gott fyrir viðkvæma. Góðar kveðjur austur - og til ykkar allra!
http://www.islingua.is/jolakvedja.htm
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 13:30
Gleðilegt skapandi ár!
Gleðilegt ár!
Það var athyglisvert að horfa á fréttaannála á gamlárskvöld. Af þeim má draga þá ályktun að árið 2008 hafi víða um heim einkennst af uppreisn gegn ríkjandi yfirvöldum og "kerfum". Það er þrýst á um breytingar.
Nú um jól og áramót hef ég hlustað á tvö frábær útvarpsviðtöl við íslenska listamenn, Ólaf Elíasson og Björk. Bæði lýstu þau sköpunarferli eins og það gerist best. Þar sem allir sem koma að borðinu leggja sitt af mörkum og fá að njóta sín. Þar sem haldið er af stað í ferðalag án þess að vita hver útkoman verður.
Ég veit ekki hvort ég get komið því í orð sem er að brjótast innra með mér, en einhvernveginn trúi ég því að sköpunarkraftur, samvinna og ákveðin auðmýkt gagnvart framvindu lífsins, sé það sem þarf til að nýtt Ísland geti orðið betra og farsælla. Og ekki bara nýtt Ísland, heldur nýr heimur. Í þessum nýja heimi dreymir mig um að við látum af því að reyna alltaf stöðugt að koma böndum á lífið og förum þess í stað að vinna með því. Að "stjórnkerfi" byggi ekki á valdboðum að ofan heldur vettvangi þar sem er farvegur fyrir hugmyndaauðgi, sköpunarkraft og frumkvæði fólks. Umræðan hér á landi sýnir að það er fullt af fólki með hugmyndir sem virkilega vill taka þátt í þessari "sam"sköpun. Fólk er tilbúið til að gefa af tíma sínum, þekkingu og kröftum. En kerfið, eins og það er núna, býður ekki upp á farveg fyrir allan þennan kraft og vilja.
Mikið þætti mér það spennandi ef hægt væri að búa til vettvang og farveg fyrir þessa sköpun. Og að við myndum síðan í framhaldinu sjá varanlegar breytingar á því hvernig við iðkum samræðuna og lýðræðið. Hvernig við sköpum saman og vinnum saman.
Margaret Wheatley hefur sett fram mikið af áhugaverðum hugmyndum á þessum nótum og m.a. skrifað um nýja sýn á leiðtogahlutverkið á kaótískum tímum: http://www.margaretwheatley.com/
2.1.2009 | 12:23
Ef öfund væri dánarorsök
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 12:49
Ókeypis auglýsing?
Fín auglýsing sem fyrirtækið virðist fá ókeypis þarna. Það er löng hefð fyrir birtingu fréttatilkynninga í fjölmiðlum og hlýt ég að fagna því, hef enda oft verið í þeirri stöðu að koma hlutum á framfæri með þeim hætti. Oft er líka fjallað um innihald og tilefni, tekin viðtöl við fólkið sem fyrir viðburðunum stendur og allt er þetta hið besta mál. Innan ákveðinna marka.
Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að það fjölgi umfjöllunum í fjölmiðlum sem eru (ekki dulbúin) auglýsing. Upplýsingar um aðgangseyri og hvar á að bóka. Vantar bara eina setningu í lokin: "Og svo allir að mæta!" Eða hefur umfjöllunin kannski fréttagildi sem ég kem ekki auga á sökum þess að vera ekki sérlega upptekin af því hvar áramótapartýin verða á höfuðborgarsvæðinu í ár?
Tvö stór áramótapartí hafa verið skipulögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2008 | 12:43
Hvað býr í hjarta eigenda?
Þessa dagana velti ég því fyrir mér hvort þetta snúist ekki allt um TILGANG? Hvers vegna við gerum það sem við gerum. Fyrirtæki þar sem tilgangur eigenda er bara sá að græða peninga og skara eld að eigin köku, hegðar sér væntanlega öðruvísi en fyrirtæki þar sem tilgangurinn, kveikjan að starfseminni er að láta gott af sér leiða - og græða í leiðinni. Finnst að slíkur tilgangur hljóti alltaf að eiga sér bústað í hjarta eigendanna.
Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 12:02
Að þekkja sína þjóðarsál
Hér tekst frú Vigdísi það sem mér virðist fáum takast í umræðunni þessa dagana. Að viðurkenna sársaukann í þjóðarsálinni, vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi og minna um leið á þann einstaka styrk sem við búum yfir sem þjóð og getum virkjað til góðs. Hún er sannur leiðtogi. Hafi hún miklar þakkir fyrir það góða starf sem hún hefur unnið.
„ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 16:56
Ástæða til að gleðjast
Risavaxnar millifærslur hjá Virðingu hf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 13:34
Valdið til fólksins - erindi um íbúalýðræði
Valdið til fólksins - hvað getum við lært af tilraunum sveitarfélaga á sviði íbúalýðræðis? var yfirskriftin á erindi sem ég hélt á opnum borgarafundi á vegum framtíðarhóps Samfylkingarinnar í Iðnó, 15. nóvember síðastliðinn.
Í erindinu er m.a. komið inn á það að nú hafi grasrótin komið því skýrt á framfæri að fólk vill að á það það sé hlustað. Frumkvæðið að hlustun og samræðu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum.
Segjum sem svo að stjórnvöld hygðust bregðast þannig við að bjóða til málefnalegrar samræðu. Þá væri verkefnið þríþætt. Fyrst þarf að bregðast við brýnustu tilfinningunum og spurningunum. Í öðru lagi að almenningur eigi aðkomu að ákvörðunum um nýja forgangsröðun áherslna, verkefna og fjármuna. Þá umræðu þarf að nálgast út frá gildum og viðmiðum. Í þriðja og síðasta lagi er svo það langtímaverkefni að koma á breytingum á stjórnsýslu og verklagi. Það kallar á það að til verði þekking innan stjórnsýslunnar á nálgun og aðferðum, þannig að verklag virks lýðræðis verði innbyggt í stjórnkerfið.
Sveitarfélögin, sem það stjórnsýslustig sem er næst íbúunum, eru í lykilhlutverki í þeim breytingum sem eru framundan. það er erfitt að sjá fyrir sér að breytingar á forgangsröðun geti gerst án aðkomu íbúa. Ella er hætta á að samfélög liðist í sundur, nú þegar þau þurfa einmitt á því að halda að þjappa sér saman.
Hægt er að nálgast erindið í heild sinni í gegnum vefsíðu mína, http://ildi.is/is/hvad-gerum-vid/samvinna/hvad-er-titt/nr/79784/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 12:45
Verður skömmin sú arfleifð sem við skilum komandi kynslóðum?
Ég fann fyrir létti að lesa þessa umfjöllun um pistil Skúla Thoroddsen. Sem þjóð berum við ábyrgð og ég trúi því að sú leið að axla þá ábyrgð af auðmýkt sé til lengri tíma litið betri kostur en að við smáþjóðin sem telur sig vera friðelskandi, fari í stríð við erlendar og hervæddar stórþjóðir. Á erlendri grundu hef ég alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Nú skammast ég mín fyrir þjóð mína. Samviska þjóðar er langtíma þráður sem gengur frá einni kynslóð til annarrar. Í Þýskalandi má ungt fólk sem fætt er löngu eftir lok síðari heimsstyrjaldar bera hluta af þeim skugga sem stjórnendur landsins á þeim tíma kölluðu yfir þjóðina. Við stöndum frammi fyrir erfiðum spurningum um hvaða arfleifð við skilum til komandi kynslóða. Við vitum að þar verða skuldir en vonandi verður það ekki skömm. Þjóð sem ekki nýtur virðingar á sér ekki góða von í framtíðinni.
Munu Íslendingar axla ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |