Nýtt hlutverk fyrir íslensku krónuna

Ég er stödd á litlum bar í Schumacher College í Devon í Bretlandi.  Borga með pundum.  Þegar ég fæ til baka get ég valið um að fá "venjuleg" pund til baka eða "Totnes Pound".  Totnes pundið er bara hægt að nota í þessum litla bæ í Devon sem er sannkallað framúrstefnu samfélag. 

Þessi sérprentuðu pund tengjast hreyfingu sem kallast Transition Towns sem eru bæir og samfélög sem búa sig undir framtíðina.  Framtíð þar sem óhjákvæmilega verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar er staðreynd.  Hreyfingin hófst í bænum Kinsale á Írlandi, rataði þaðan til Totnes 2005 / 2006 og fór í kjölfarið að breiðast hratt út um heiminn.  Núna eru "Umbreytingabæir" / Transition Towns í Bretlandi, á Írlandi, í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum, Ítalíu og Chile.   

Kannski í sjálfbærri framtíð á Íslandi gætum við notað íslenskar krónur til að borga fyrir vöru og þjónustu sem er upprunnin á Íslandi.  Hver veit nema íslenska krónan eigi sér framtíð! 

 http://totnes.transitionnetwork.org/

http://en.wikipedia.org/wiki/Transition_Towns

http://transitiontowns.org/


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta hljómar mjög spennandi Sigurborg! Er þetta eitthvað í ætt við LETS?

Anna Karlsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband