Ef öfund væri dánarorsök

"Ef öfund væri dánarorsök, byggju ekki nema 10 þúsund manns í Bandaríkjunum".  Þessi gullvæga setning var einhverntíma sögð í mín eyru.  Hún á við alls staðar, ekki bara í henni Ameríku.  Viðurkenningar af þessu tagi eru alltaf vandmeðfarnar og umdeildar og vekja allskyns viðbrögð.  Það væri þó sorglegt ef við þyrðum aldrei að veita viðurkenningar (eða hrósa) af því þá gæti einhver annar orðið sár.  Það er líka gott af og til að líta út fyrir sinn eigin rann og segja "takk" við samborgara sína.  Þau tvö sem ég þekki úr þessum hópi, Hildur Sæmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson eiga viðurkenningu skilið og hafa lagt svo mikið meira af mörkum en bara að vinna vinnuna sína.  Takk! 
mbl.is Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Það mætti heldur ekki gagnrýna auðjöfranna eða útrásinna nema vera sökuð um öfund.

Ég get litið tjá mér um Flakaorðunna þar sem flest þeirra sem hana fær er fyrir mig óþekktir einstaklingar.

Heidi Strand, 2.1.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband