Á nýjum tímum fær samræðan aukið vægi

"Við vorum að ræða málin og þá kviknaði þessi hugmynd".  Þannig segir fólk oft frá byrjun á einhverju nýju, hugmyndum, nýsköpun, lausnum og góðverkum.  Á nýjum tímum mun samræðan verða þungamiðjan í hinu virka lýðræði.  Þannig munum við vaxa uppúr átakastjórnmálunum og líta svo á að viðfangsefni stjórnmálanna sé að leita sameiginlegra lausna þar sem hin ólíku sjónarmið og hagsmunir koma fram.  Lítum bara á hversu gagnlegt það hefur verið í umræðunni í þjóðfélaginu að undanförnu að fá að heyra viðtöl við marga og ólíka hagfræðinga í fjölmiðlum.  Einmitt vegna þess að þeir hafa ólíka sýn á hlutina, verður sýnin í heild breiðari. 

Enda segir Margaret Wheatley "Samræða er leið okkar mannanna til að hugsa saman". 


Til hamingju!

Þetta er gleðilegur áfangi í þeirri þrotlausu vinnu sem Gunnsteinn Ólafsson og hans fólk hefur unnið á Siglufirði.  Ég samgleðst innilega og færi þeim hamingjuóskir.
mbl.is Siglufjörður miðstöð þjóðlaga og þjóðdansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15. september; alþjóðlegur dagur lýðræðis í dag

 Í dag er alþjóðlegur dagur lýðræðis.  Í skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna vegna þessa dags segir m.a. annars, í lauslegri þýðingu:  "Lýðræði er alheimsgildi sem byggir á að fólk hafi frelsi til að tjá vilja sinn um þau pólítísku, efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu kerfi sem það býr við og á fullri þátttöku almennings á öllum sviðum lífsins". 

Gleðilegan lýðræðisdag! 

Af vefnum www.civicus.org

Democracy, like globalisation, is a term that has had its essence wrung out through overuse, misuse and abuse. A Google search for the word throws up over 5 million references. Hymns are written to it. Politicians’ speeches are peppered with it. It features most often in the names of countries where it is least practised. From ink-marked fingers registering a vote for the first time to long queues of those whose faces never otherwise feature in the media, and legislators reporting their every passing thought on Twitter, to election campaigns that win corporate marketing awards - the symbolism of democracy often substitutes for its substance.

Two years ago, the United Nations, which, despite its deep flaws, remains humanity’s best attempt yet at practising democracy at a global level, designated September 15 to be Global Democracy Day. In their pronouncements on the occasion the Assembly reaffirmed that democracy is “a universal value based on the freely-expressed will of people to determine their own political, economic, social and cultural systems, and their full participation in all aspects of life.”


Á nýjum tímum: Fyrir fólkið eða kerfin?

Er það ekki undarleg þversögn að þegar sparað er í einu kerfi (í þessu tilfelli heilbrigðiskerfinu) þá vex kostnaðurinn í öðru kerfi (Atvinnuleysistryggingasjóður), en þjónustan versnar, atvinnulaust fólk vantar viðfangsefni og farveg fyrir hæfileika sína og kunnáttu og það verður verri staða í þjóðfélaginu almennt?  Ætti ekki að vera hægt að hugsa þetta upp á nýtt?  Kannski er þetta einmitt gott dæmi um kerfi/hugsun/lausnir sem eru úr sér gengin og þurfa að breytast á nýjum tímum.  Ættum við ekki að vera að leita skapandi lausna þar sem fólk er þungamiðjan en ekki kerfin sem slík?
mbl.is Hefur áhyggjur af stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tekur tíma að byggja upp traust

Það er eðlilegt að verði umrót í hreyfingu sem sprettur upp á svo skömmum tíma.  Það tekur tíma að byggja upp traust og að finna sameiginlegan takt.  Það er t.d. óvenjuleg staða hjá Framsóknarflokknum að þar kom utanaðkomandi formaður sem væntanlega hefur þurft að byrja á að ávinna sér traust samstarfsfólks síns.

Í stöðu Borgarahreyfingarinnar bætist svo við að vera á mörkum nýja og gamla tímans.  Ætla að brjóta upp formin en hafa fátt annað til að styðjast við en þau gömlu form sem eru að verða úrelt. 


mbl.is Tíðinda að vænta í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða þjóðir njóta virðingar?

Hvernig skynja aðrar þjóðir Rússa?  Þessari spurningu skaut upp í kollinn í gærkvöld þegar ég horfði á myndina um innrás Rússa í Ungverjaland.  Við tók önnur spurning - hvaða þjóðir njóta virðingar í alþjóðasamfélaginu?  Mín niðurstaða var sú að þjóðir sem farið hafa fram með valdi og ofbeldi, eða þar sem ríkir mikil spilling njóta ekki virðingar.  Hér verður að viðurkennast að það er ekki létt að benda á einstakar þjóðir sem njóta virðingar. 

Hvað með árangur í íþróttum?  Sigrar á íþróttasviðinu skila virðingu um stund, en liðið eða þjóðin sem alltaf vinnur, fer að tapa virðingu og verður á endanum það eða sú sem allir "elska að hata". 

Að því marki sem aðrir jarðarbúar vissu af tilvist Íslands fyrir útrás og bankahrun, held ég að Ísland hafi notið ákveðinnar virðingar, t.d. fyrir Íslendingasögur, náttúru, Vigdísi og Björk, svo eitthvað sé nefnt.  Smáþjóðin sem þurfti að berjast fyrir tilveru sinni gagnvart óblíðri náttúru og erlendum yfirráðum.  Tókst að öðlast sjálfstæði og bar sig saman við milljónaþjóðirnar.  Útrás hinna nýju víkinga vakti kannski athygli um stund og skilaði jafnvel virðingu, en um síðir kom í ljós að þar var atgangurinn meiri en efnin. 

Og núna, eftir hrun, höfum við sem þjóð, hrunið í virðingarstiganum.  Það er því ærið verk að vinna.  Ætli við þurfum ekki að byrja á því að vinna upp sjálfsvirðinguna. 

Niðurstaðan af þessum vangaveltum er sú að virðing í samfélagi vinnst ekki með hnefanum, heldur hjartanu.


Á nýjum tímum verður til ný skilgeining á því hverjir eru hagsmunaaðilar

Ákvarðanir stjórnenda hafa alla jafna áhrif á þá sem lifa og starfa á því sviði sem ákvörðunin nær til.  Hagsmunaaðilar eru þá þeir aðilar sem verða fyrir áhrifum af slíkum ákvörðunum hverju sinni.  Tökum sem dæmi þegar teknar eru ákvarðanir um niðurskurð í opinberri þjónustu, segjum heilbrigðisþjónustu.  Hagsmunaaðilar eru þeir sem njóta þjónustunnar (sjúklingar og fjölskyldur þeirra), þeir sem veita hana (stofnanir, fyrirtæki og starfsfólk), þeir sem greiða kostnaðinn (notendur, Sjúkratryggingar, ríkissjóður) og aðrir sem breytingar á þessari þjónustu hefur áhrif á (gætu jafnvel verið vinnuveitendur, starfsfólk í heimilishjálp, hjálparstofnanir og þannig mætti lengi telja). 

Á nýjum tímum verður í vaxandi mæli litið svo á að þegar teknar eru ákvarðanir sé nauðsynlegt að afla upplýsinga um áhrifaþætti og sjónarmið hagsmunaaðila.  Þannig fái þeir tækifæri til að greina frá sínum sjónarhóli og þeir sem taka ákvörðunina hafi fullnægjandi upplýsingar og yfirsýn. 


Á nýjum tímum verður ákvarðanatakan öðruvísi

Á nýjum tímum munu leiðtogar í ríkari mæli en nú, nálgast ákvarðanatöku út frá spurningunni um á hvaða þætti og á hverja þessi ákvörðun hefur áhrif.  Afla síðan upplýsinga og/eða eiga samræðu við það fólk um þá hagsmuni sem eru í húfi.  Þetta verður kjarninn í breytingum til virkara lýðræðis.

Það er ekki nóg að spyrja þá sem hagsmuna eiga að gæta, það verður að vera ljóst hvort og hvernig var tekið tillit til þeirra sjónarmiða, þegar endanleg ákvörðun var tekin. 


Nýtt Ísland = Betri vegir eða von um nýja framtíð?

Hvað með nýsköpun, sýn og von fyrir Nýtt Ísland?  Í þeim átökum og umræðum sem verið hafa í vetur hefur fólkið kallað eftir Nýju Íslandi.  Betri vegir eru ágætir svo langt sem þeir ná og þeir búa til einhver störf, svona tímabundið.  Og góð umgjörð um sjúkrahús líka mikilvæg.  En það er ekki nóg.  Hvað með að setja hluta þessa fjármagns í það að leita algjörlega nýrra leiða fyrir sjálfbært og framsækið Ísland með virkri þátttöku almennings?  Ég efast um að ég og mín kynslóð munum njóta lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við innborgun.  Og fyrst verið er að gera varasjóðinn "minn" að varasjóði "þjóðarinnar" þá skiptir það mig máli að ég geti trúað því að það sem gert verður með fjármunina breyti einhverju meiru fyrir þjóðina og framtíð okkar, en bara að hér verði betri vegir.
mbl.is Setja 100 milljarða í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÝÐRÆÐISKAFFI í HÍ fimmtudag 19. febrúar

Samræðufundur um virka þátttöku almennings sem leið til aukins lýðræðis

 

Þér er boðið til samræðufundar um þróun lýðræðis á Íslandi í átt til virkari þátttöku almennings og hagsmunaaðila, með sn. "World café" eða Heimskaffi fyrirkomulagi, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17.00-18.30 á jarðhæð Háskólatorgs í Háskóla Íslands. Þátttaka er endurgjaldslaus, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/lydraediskaffi. Vænst er mikillar aðsóknar og ef stefnir í of mikla þátttöku munum við takmarka fjölda þátttakenda frá hverjum aðila. Við látum alla vita ef til þess kemur. Alls geta tekið þátt 150-200 manns. 

Nú á sér stað mikil umræða um þróun lýðræðis og er kallað eftir því að almenningur geti átt aðkomu að ákvörðunum oftar en í formlegum kosningum.  Markmiðið með fundinum er að beina sjónum að þeim þætti lýðræðis sem snýr að þátttöku almennings og leiða jafnframt saman hin ólíku sjónarmið um virkara lýðræði á Íslandi.

 

Fyrirkomulag fundarins verður svokallað Heimskaffi eða World Café.  Heimskaffifundur er ólíkur venjulegum fundum að því leyti að hann byggir á samræðu allra þátttakenda í litlum hópum (4-5 manna) og er aðferðin vel fallin til að ná skýrri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti.  Rædd verður spurningin „Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í „nýju lýðræði“, hvaða afgerandi skref gætum við stigið?“

 

Einnig verður á fundinum sagt frá alþjóðlegum fagsamtökum á sviði þátttöku almennings, International Association for Public Participation, IAP2.

 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands á jarðhæð Háskólatorgs og stendur frá kl. 17.00 – 18.30. 

Að Lýðræðiskaffinu standa Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endurmenntun HÍ og Morgunblaðið.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband