Nýtt Ísland = Betri vegir eða von um nýja framtíð?

Hvað með nýsköpun, sýn og von fyrir Nýtt Ísland?  Í þeim átökum og umræðum sem verið hafa í vetur hefur fólkið kallað eftir Nýju Íslandi.  Betri vegir eru ágætir svo langt sem þeir ná og þeir búa til einhver störf, svona tímabundið.  Og góð umgjörð um sjúkrahús líka mikilvæg.  En það er ekki nóg.  Hvað með að setja hluta þessa fjármagns í það að leita algjörlega nýrra leiða fyrir sjálfbært og framsækið Ísland með virkri þátttöku almennings?  Ég efast um að ég og mín kynslóð munum njóta lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við innborgun.  Og fyrst verið er að gera varasjóðinn "minn" að varasjóði "þjóðarinnar" þá skiptir það mig máli að ég geti trúað því að það sem gert verður með fjármunina breyti einhverju meiru fyrir þjóðina og framtíð okkar, en bara að hér verði betri vegir.
mbl.is Setja 100 milljarða í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælar

Ég vil hreinlega ekki sætta mig við að þessir peningar okkar séu notaðir sem einhver hjálparsjóður.

Mér finnst þetta alls ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna.

Ef þú nennir að lesa mína skoðun á þessu þá er meira hér:

http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/

Jón Bragi Sigurðsson, 29.6.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband