LÝÐRÆÐISKAFFI í HÍ fimmtudag 19. febrúar

Samræðufundur um virka þátttöku almennings sem leið til aukins lýðræðis

 

Þér er boðið til samræðufundar um þróun lýðræðis á Íslandi í átt til virkari þátttöku almennings og hagsmunaaðila, með sn. "World café" eða Heimskaffi fyrirkomulagi, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17.00-18.30 á jarðhæð Háskólatorgs í Háskóla Íslands. Þátttaka er endurgjaldslaus, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/lydraediskaffi. Vænst er mikillar aðsóknar og ef stefnir í of mikla þátttöku munum við takmarka fjölda þátttakenda frá hverjum aðila. Við látum alla vita ef til þess kemur. Alls geta tekið þátt 150-200 manns. 

Nú á sér stað mikil umræða um þróun lýðræðis og er kallað eftir því að almenningur geti átt aðkomu að ákvörðunum oftar en í formlegum kosningum.  Markmiðið með fundinum er að beina sjónum að þeim þætti lýðræðis sem snýr að þátttöku almennings og leiða jafnframt saman hin ólíku sjónarmið um virkara lýðræði á Íslandi.

 

Fyrirkomulag fundarins verður svokallað Heimskaffi eða World Café.  Heimskaffifundur er ólíkur venjulegum fundum að því leyti að hann byggir á samræðu allra þátttakenda í litlum hópum (4-5 manna) og er aðferðin vel fallin til að ná skýrri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti.  Rædd verður spurningin „Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í „nýju lýðræði“, hvaða afgerandi skref gætum við stigið?“

 

Einnig verður á fundinum sagt frá alþjóðlegum fagsamtökum á sviði þátttöku almennings, International Association for Public Participation, IAP2.

 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands á jarðhæð Háskólatorgs og stendur frá kl. 17.00 – 18.30. 

Að Lýðræðiskaffinu standa Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endurmenntun HÍ og Morgunblaðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband