Ókeypis auglýsing?

Fín auglýsing sem fyrirtækið virðist fá ókeypis þarna.  Það er löng hefð fyrir birtingu fréttatilkynninga í fjölmiðlum og hlýt ég að fagna því, hef enda oft verið í þeirri stöðu að koma hlutum á framfæri með þeim hætti.  Oft er líka fjallað um innihald og tilefni, tekin viðtöl við fólkið sem fyrir viðburðunum stendur og allt er þetta hið besta mál.  Innan ákveðinna marka. 

Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að það fjölgi umfjöllunum í fjölmiðlum sem eru (ekki dulbúin) auglýsing.  Upplýsingar um aðgangseyri og hvar á að bóka.  Vantar bara eina setningu í lokin:  "Og svo allir að mæta!"  Eða hefur umfjöllunin kannski fréttagildi sem ég kem ekki auga á sökum þess að vera ekki sérlega upptekin af því hvar áramótapartýin verða á höfuðborgarsvæðinu í ár?


mbl.is Tvö stór áramótapartí hafa verið skipulögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband