Verður skömmin sú arfleifð sem við skilum komandi kynslóðum?

Ég fann fyrir létti að lesa þessa umfjöllun um pistil Skúla Thoroddsen.  Sem þjóð berum við ábyrgð og ég trúi því að sú leið að axla þá ábyrgð af auðmýkt sé til lengri tíma litið betri kostur en að við smáþjóðin sem telur sig vera friðelskandi, fari í stríð við erlendar og hervæddar stórþjóðir.  Á erlendri grundu hef ég alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur.  Nú skammast ég mín fyrir þjóð mína.  Samviska þjóðar er langtíma þráður sem gengur frá einni kynslóð til annarrar.  Í Þýskalandi má ungt fólk sem fætt er löngu eftir lok síðari heimsstyrjaldar bera hluta af þeim skugga sem stjórnendur landsins á þeim tíma kölluðu yfir þjóðina.  Við stöndum frammi fyrir erfiðum spurningum um hvaða arfleifð við skilum til komandi kynslóða.  Við vitum að þar verða skuldir en vonandi verður það ekki skömm.  Þjóð sem ekki nýtur virðingar á sér ekki góða von í framtíðinni.


mbl.is Munu Íslendingar axla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband