Samræða er leiðin

Það er eins og þjóðin öll haldi niðri í sér andanum þessa dagana.  Óvissan er algjör og þau viðmið sem við höfum haft í lífinu til þessa (nema kannski helst elsta kynslóðin) eru hrunin.  Það eru fleiri kerfi en fjármálakerfið sem er í sjokki, sjálf þjóðarsálin er í sjokki. 

Við erum að fara í gegnum stórar breytingar og eitt af því sem staðan og lífið er að krefja okkur um er að tala saman.  Í gegnum samræðuna getum við notið stuðnings, gefið og þegið.  Í gegnum samræðuna getum við leitað nýrra leiða.  Í gegnum samræðuna getum við skapað nýja framtíðarsýn.  Ég hvet alla til að hóa fólki saman til samræðu.  Samræðan er leið okkar mannanna til að hugsa og skapa saman.  Byrja bara á þeim sem næstir eru.  Ekki láta eins og ekkert hafi í skorist. 

Vinnufélagar, stjórnendur og starfsfólk, sveitarstjórnir og íbúar, stofnanir og hagsmunaaðilar.  Það er sama hvort við hugsum það þröngt eða vítt - við komumst ekki áfram án þess að tala saman.  Ég er sannfærð um að nú sé að hefjast nýtt þroskastig lýðræðisins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fyrirgefðu Sigurborg en fyrirsögnin dró mig að pistlinum þínum, mér sýnidst vera i þarna í enda fyrsta orðsins en ekki a ........vekomin á bloggið og kveðja í Grundarfjörð.

Haraldur Bjarnason, 22.10.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband