Á nýjum tímum fær samræðan aukið vægi

"Við vorum að ræða málin og þá kviknaði þessi hugmynd".  Þannig segir fólk oft frá byrjun á einhverju nýju, hugmyndum, nýsköpun, lausnum og góðverkum.  Á nýjum tímum mun samræðan verða þungamiðjan í hinu virka lýðræði.  Þannig munum við vaxa uppúr átakastjórnmálunum og líta svo á að viðfangsefni stjórnmálanna sé að leita sameiginlegra lausna þar sem hin ólíku sjónarmið og hagsmunir koma fram.  Lítum bara á hversu gagnlegt það hefur verið í umræðunni í þjóðfélaginu að undanförnu að fá að heyra viðtöl við marga og ólíka hagfræðinga í fjölmiðlum.  Einmitt vegna þess að þeir hafa ólíka sýn á hlutina, verður sýnin í heild breiðari. 

Enda segir Margaret Wheatley "Samræða er leið okkar mannanna til að hugsa saman". 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband