Valdið til fólksins - erindi um íbúalýðræði

Valdið til fólksins - hvað getum við lært af tilraunum sveitarfélaga á sviði íbúalýðræðis? var yfirskriftin á erindi sem ég hélt á opnum borgarafundi á vegum framtíðarhóps Samfylkingarinnar í Iðnó, 15. nóvember síðastliðinn. 
Í erindinu er m.a. komið inn á það að nú hafi grasrótin komið því skýrt á framfæri að fólk vill að á það það sé hlustað.  Frumkvæðið að hlustun og samræðu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum. 

Segjum sem svo að stjórnvöld hygðust bregðast þannig við að bjóða til málefnalegrar samræðu.  Þá væri verkefnið þríþætt.  Fyrst þarf að bregðast við brýnustu tilfinningunum og spurningunum.  Í öðru lagi að almenningur eigi aðkomu að ákvörðunum um nýja forgangsröðun áherslna, verkefna og fjármuna.  Þá umræðu þarf að nálgast út frá gildum og viðmiðum.  Í þriðja og síðasta lagi er svo það langtímaverkefni að koma á breytingum á stjórnsýslu og verklagi.  Það kallar á það að til verði þekking innan stjórnsýslunnar á nálgun og aðferðum, þannig að verklag virks lýðræðis verði innbyggt í stjórnkerfið. 

Sveitarfélögin, sem það stjórnsýslustig sem er næst íbúunum, eru í lykilhlutverki í þeim breytingum sem eru framundan.  það er erfitt að sjá fyrir sér að breytingar á forgangsröðun geti gerst án aðkomu íbúa.  Ella er hætta á að samfélög liðist í sundur, nú þegar þau þurfa einmitt á því að halda að þjappa sér saman.

Hægt er að nálgast erindið í heild sinni í gegnum vefsíðu mína, http://ildi.is/is/hvad-gerum-vid/samvinna/hvad-er-titt/nr/79784/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband