Það tekur tíma að byggja upp traust

Það er eðlilegt að verði umrót í hreyfingu sem sprettur upp á svo skömmum tíma.  Það tekur tíma að byggja upp traust og að finna sameiginlegan takt.  Það er t.d. óvenjuleg staða hjá Framsóknarflokknum að þar kom utanaðkomandi formaður sem væntanlega hefur þurft að byrja á að ávinna sér traust samstarfsfólks síns.

Í stöðu Borgarahreyfingarinnar bætist svo við að vera á mörkum nýja og gamla tímans.  Ætla að brjóta upp formin en hafa fátt annað til að styðjast við en þau gömlu form sem eru að verða úrelt. 


mbl.is Tíðinda að vænta í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða þjóðir njóta virðingar?

Hvernig skynja aðrar þjóðir Rússa?  Þessari spurningu skaut upp í kollinn í gærkvöld þegar ég horfði á myndina um innrás Rússa í Ungverjaland.  Við tók önnur spurning - hvaða þjóðir njóta virðingar í alþjóðasamfélaginu?  Mín niðurstaða var sú að þjóðir sem farið hafa fram með valdi og ofbeldi, eða þar sem ríkir mikil spilling njóta ekki virðingar.  Hér verður að viðurkennast að það er ekki létt að benda á einstakar þjóðir sem njóta virðingar. 

Hvað með árangur í íþróttum?  Sigrar á íþróttasviðinu skila virðingu um stund, en liðið eða þjóðin sem alltaf vinnur, fer að tapa virðingu og verður á endanum það eða sú sem allir "elska að hata". 

Að því marki sem aðrir jarðarbúar vissu af tilvist Íslands fyrir útrás og bankahrun, held ég að Ísland hafi notið ákveðinnar virðingar, t.d. fyrir Íslendingasögur, náttúru, Vigdísi og Björk, svo eitthvað sé nefnt.  Smáþjóðin sem þurfti að berjast fyrir tilveru sinni gagnvart óblíðri náttúru og erlendum yfirráðum.  Tókst að öðlast sjálfstæði og bar sig saman við milljónaþjóðirnar.  Útrás hinna nýju víkinga vakti kannski athygli um stund og skilaði jafnvel virðingu, en um síðir kom í ljós að þar var atgangurinn meiri en efnin. 

Og núna, eftir hrun, höfum við sem þjóð, hrunið í virðingarstiganum.  Það er því ærið verk að vinna.  Ætli við þurfum ekki að byrja á því að vinna upp sjálfsvirðinguna. 

Niðurstaðan af þessum vangaveltum er sú að virðing í samfélagi vinnst ekki með hnefanum, heldur hjartanu.


Bloggfærslur 14. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband